Fagnað að fleiri vilji taka þátt í mótinu

Handbolti.
Handbolti. mbl.i/Eva Björk Ægisdóttir

„Ósk forráðamanna Sunnlenska ÍF um að fá að taka þátt í 1. deild Íslandsmótsins var lögð fyrir mótanefnd HSÍ og var samþykkt auk þess sem stjórn HSÍ hefur lagt blessun sína yfir að liðinu verði heimilt að taka þátt í Íslandsmótinu þótt frestur til þess að tilkynna þátttöku sé liðinn fyrir nokkru,“ sagði Róbert Geir Gíslason, mótastjóri Handknattleikssambands Íslands við Morgunblaðið í gær eftir að ákveðið var að bæta níunda liðinu við í 1. deild karla í handknattleik.

„Við fögnum því að ný lið bætist við þótt þau mæti til leiks á síðustu stundu,“ sagði Róbert en ráðgert er að deildarkeppnin hefjist 19. september. Á því verður engin breyting að sögn Róberts Geirs þótt liðum 1. deildar hafi fjölgað en sex leikdögum verður bætt við keppnina.

Ekki er þó sopið kálið hjá forráðamönnum Sunnlenska ÍF því umsókn þeirra um viðurkenningu liggur enn fyrir laga- og reglunefnd ÍSÍ. Heimildir Morgunblaðsins herma að ekki sé útlit fyrir að ÍSÍ leggi stein í götu félagsins og þess að það geti tekið þátt í Íslandsmótinu. Sunnlenska ÍF hefur hinsvegar verið formlega stofnað, fengið kennitölu og hlotið viðurkenningu hjá Héraðssambandinu Skarphéðni, HSK, sem er starfssvæði Sunnlenska ÍF. Leikmenn Sunnlenska ÍF verða að uppistöðu til fyrrverandi leikmenn Selfoss.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert