Afturelding varð UMSK-meistari

Jóhann Jóhannsson, Aftureldingu, og félagar unnu UMSK-mótið í dag. Jóhann …
Jóhann Jóhannsson, Aftureldingu, og félagar unnu UMSK-mótið í dag. Jóhann var markahæsti maður mótsins og jafnframt valinn besti leikmaður þess. mbl.is/Árni Sæberg

Afturelding varð í dag UMSK-meistari í handknattleik kala eftir að hafa unnið Stjörnuna, 31:28, í lokaumferð mótsins sem fór fram í Digranesi. Afturelding vann þar með alla þrjá leiki sína í mótinu. Stjarnan vann tvo leiki og vann einn, HK vann einn leik og tapaði tveimur og Grótta rak lestina með þrjá tapleiki.

Afturelding var með fjögurra marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 15:11.

Mörk Aftureldingar: Jóhann Jóhannsson 9, Elvar Ásgeirsson 7, Böðvar Páll Ásgeirsson 5, Árni Bragi Eyjólfsson 2, Bjarki Lárusson 2, Pétur Júníusson 2, Ágúst Birgisson 2, Gunnar Malmquist 2.

Mörk Stjörnunnar: Ari Pétursson 6, Starri Friðriksson 6, Hilmar Pálsson 4, Hrannar Bragi Eyjólfsson 4, Hjálmtýr Alfreðsson 3, Sverrir Eyjólfsson 2, Víglundur Jarl Þórsson 2, Jakob Sindri Þórsson 1.

HK vann Gróttu, 21:19, og hafnaði í þriðja sæti mótsins. 

Mörk HK: Leó Snær Pétursson 5, Þorgrímur Smári Ólafsson 5, Óðinn Þór Ríkharðsson 4, Garðar Svansson 3, Tryggvi Þór Tryggvason 1, Þorkell Magnússon 1, Andri Þór Helgason 1, Sigurður Egill Karlsson 1.

Mörk Gróttu: Þorgeir Bjarki Davíðsson 5, Aron Valur Jóhannsson 2, Styrmir Sigurðsson 2, Aron Dagur Pálsson 2, Árni Benedikt Árnason 1, Heiðar Örn Óskarsson 1, Alex Viktor Ragnarsson 1, Gunnar Kolbeinsson 1, Aron Heiðar Guðmundsson 1, Friðgeir Elí Jónasson 1, Kristján Þór Karlsson 1, Þráinn Orri Jónsson 1. 

Markahæsti leikmaður mótsins var Jóhann Jóhannsson, Aftureldingu, með 21 mark.  Jóhann var jafnframt valinn besti leikmaður mótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert