Ólafur lék aðeins í vörninni

Ólafur Gústafsson í búningi Aalborg.
Ólafur Gústafsson í búningi Aalborg. Ljósmynd/aalborghaandbold.d

Ólafur Gústafsson, landsliðsmaður í handknattleik sem gekk til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Aalborg í sumar frá Evrópumeisturum Flensburg, lék aðeins í vörn Álaborgarliðsins í dag, þegar það gerði jafntefli við Team Tvis Holstebro, 24:24, í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. 

Ólafur hefur glímt við eymsli í hné upp á síðkastið og því minna tekið þátt í sóknarleik Álaborgarliðsins en vonir stóðu til á undirbúningstímanum.

Guðmundur Árni Ólafsson og Róbert Aron Hostert voru í sigurliði Mors-Thy þegar það vann nauman sigur á SönderjyskE, 19:18, á heimavelli í dag í upphafsumferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Guðmundur Árni var markahæstur með fimm mörk og Róbert Aron skoraði eitt. 

Vignir Svavarsson og nýir samherjar hans í Midtjylland töpuðu á heimavelli fyrir Skanderborg, 29:21. Midtjylland er nýliði í deildinni. Vignir Svavarsson skoraði einu sinni í leiknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert