Ekki með í fyrstu landsleikjum Dags

Steffen Weinhold, t.h. í leik með Grosswallstadt gegn Haukum fyrir …
Steffen Weinhold, t.h. í leik með Grosswallstadt gegn Haukum fyrir fjórum árum. hag / Haraldur Guðjónsson

Þýski landsliðsmaðurinn í handknattleik, Steffen Weinhold, leikur ekki með Kiel næstu þrjár vikur hið minnsta vegna meiðsla sem hann hlaut í kappleik Kiel og HSV Hamburg í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. 

Þessi meiðsli Weinholds eru ekki aðeins áfall fyrir meistaraliðið Kiel, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, heldur einnig fyrir þýska landsliðið sem leikur sína fyrstu landsleiki undir stjórn Dags Sigurðssonar gegn Sviss 20. og 21. september. Fyrr í dag tilkynnti önnur örvhent skytta, Holger Glandorf, að hann gæfi ekki oftar kost á sér í þýska landsliðið. 

Weinhold, sem er örvhent skytta, gekk til liðs við Kiel í sumar frá Evrópumeisturum Flensburg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert