Enn eru tvær vikur í Rut

Rut Jónsdóttir landsliðskona í handbolta.
Rut Jónsdóttir landsliðskona í handbolta. mbl.is/Golli

Rut Arnfjörð Jónsdóttir, landsliðskona í handknattleik, verður ekki klár í slaginn með Randers í upphafsleik liðsins í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik á miðvikudagskvöldið. Rut hefur ekki jafnað sig að fullu í vinstri öxl. Hún gekkst undir aðgerð í byrjun árs eftir að hafa meiðst illa á æfingu með íslenska landsliðinu í desember.

Eftir aðgerðina hefur Rut gengið í gegnum mikla endurhæfingu sem hefur gengið vel að hennar sögn. „Ég er öll að koma til en verð því miður ekki með á miðvikudaginn. Ég stefni á að leika með liðinu eftir tvær vikur eða svo,“ sagði Rut við Morgunblaðið í gær. „Ég vil bara fara hægt af stað og æfa betur áður en ég fer að leika af fullum krafti,“ sagði Rut ennfremur.

Rut gekk til liðs við Randers í sumar eftir að hafa leikið með Team Tvis Holstebro um sex ára skeið og varð m.a. Evrópumeistari með liðinu vorið 2013. Því er spáð að Randers verði í toppbaráttu í dönsku úrvalsdeildinni á keppnistímabilinu sem hefst í kvöld þótt Randers leiki ekki sinn fyrsta leik fyrr en annað kvöld þegar lið Silkeborg kemur í heimsókn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert