Guðjón Valur vann spænska ofurbikarinn

Guðjón Valur Sigurðsson fer vel af stað með Barcelona.
Guðjón Valur Sigurðsson fer vel af stað með Barcelona. Ljósmynd/barcelona.es

Barcelona vann um helgina spænska ofurbikarinn í handbolta eftir fjögurra marka sigur á Granollers, 32:28. Meistarar og bikarmeistarar síðustu leiktíðar mætast í spænska ofurbikarnum og vann Barcelona báða þessa titla. Granollers mætti Börsungum þó í leiknum um ofurbikarinn þar sem Granollers tapaði fyrir Barcelona í bikarúrslitunum í vor.

Guðjón Valur Sigurðsson átti góðan leik fyrir Barcelona og skoraði 8 mörk og var markahæstur í leiknum. Siarhei Rutenka og Victor Tomas skoruðu svo 6 mörk hvor fyrir Börsunga í leiknum.

Þetta er í sautjánda sinn sem Barcelona vinnur spænska ofurbikarinn, en keppnin hefur verið haldin 29 sinnum.

Barcelona spilar svo á morgun fyrsta leik sinn á tímabilinu í spænsku 1. deildinni þegar liðið tekur á móti Aragón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert