Komnir í fremstu röð á nýjan leik

Guðmundur Hólmar Helgason og félagar í Val töpuðu fyrir ÍBV …
Guðmundur Hólmar Helgason og félagar í Val töpuðu fyrir ÍBV í æsispennandi undanúrslitaeinvígi í vor. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Valsmenn náðu þriðja sæti Olís-deildar á síðustu leiktíð eftir að hafa þrjú ár í röð þar á undan verið í hópi neðstu liða. Sjötta sæti var hlutskipti Vals tvö ár í röð áður en liðið komst í krappan dans vorið 2013 og rétt varði sæti sitt í úrvalsdeildinni eftir tvo æsilega umspilsleiki við Stjörnuna.

Ólafur Stefánsson flutti heim sumarið 2013 og umsvifalaust munstraður upp í starf aðalþjálfara karlaliðs Vals. Fremsta handknattleiksmanni Íslands var ætlað það eitt hlutverk að koma uppeldisfélagi sínu í fremstu röð handboltaliða í karlaflokki á nýjan leik. Ólafur hóf þegar undirbúninginn, m.a. með því að safna að sér nokkrum sterkum leikmönnum. Ekki var skortur á þeim því margir vildu komast í tæri við Ólaf og læra töfrana af honum. Þótt á ýmsu gengi er óhætt að segja að Ólafi hafi tekist að koma Val á ný í hóp bestu liða landsins. Valur hafnaði í þriðja sæti Olís-deildarinnar en tapaði naumlega í æsilegri fimm leikja rimmu við ÍBV sem síðar varð Íslandsmeistari.

Morgunblaðið heldur áfram að kynna liðin í Olís-deild karla til leiks og í dag er ítarleg umfjöllun um Val og FH í íþróttablaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert