Atli Ævar markahæstur

Atli Ævar Ingólfsson.
Atli Ævar Ingólfsson. Ómar Óskarsson

Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur hjá Guif í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Alingsås á útivelli í sænsku úrvalsdeildinnií handknattleik, 30:27. Guif var marki yfir í hálfleik, 15:14.

Aron Rafn Eðvarðsson stendur í marki Guif og Kristján Andrésson er þjálfari liðsins.  Guif er með tvö stig að loknum þremur leikjum í deildinni.

Tandri Már Konráðsson skoraði fjögur af mörkum Ricoh þegar liðið tapaði á útivelli fyrir Sävehof. Ricoh hefur unnið einn leik en tapað einum í deildinni.

Birna Berg Haraldsdóttir skoraði tvö af mörk sænska meistaraliðsins Sävehof sem vann stóran sigur á Eslöv, 35:16, á heimavelli.  Þetta var fyrsti leikur Birnu og félaga í deildinni á þessari leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert