Dagur með fimm nýliða í fyrsta hópnum

Dagur Sigurðsson tók við þýska landsliðinu í síðasta mánuði.
Dagur Sigurðsson tók við þýska landsliðinu í síðasta mánuði. AFP

Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik er með fimm nýliða í hópnum sem mætir Sviss í tveimur vináttulandsleikjum um helgina, þeim fyrstu undir stjórn Dags.

Dagur valdi nýliðana Sven-Sören Christophersen úr Hannover-Burgdorf og Philipp Müller í hópinn í staðinn fyrir Finn Lemke og Felix Danner sem báðir eiga við meiðsli að stríða. Áður hafði Dagur valið þá Erik Schmidt, Julius Kühn og Paul Drux, lærisvein sinn hjá Füchse Berlin, sem allir gætu spilað sinn fyrsta landsleik um helgina.

Þýski landsliðshópurinn:

Markverðir: Silvio Heinevetter (Füchse Berlin), Andreas Wolff (Wetzlar)

Vinstri hornamenn: Uwe Gensheimer (Rhein-Neckar Löwen), Michael Allendorf (Melsungen)

Vinstri skyttur: Sven-Sören Christophersen (Hannover-Burgdorf), Philipp Müller (MT Melsungen), Julius Kühn (Gummersbach)

Leikstjórnendur: Tim Kneule (Göppingen), Paul Drux (Füchse Berlin)

Hægri skyttur: Michael Müller (Melsungen), Fabian Wiede (Füchse Berlin)

Hægri hornamenn: Patrick Groetzki (Rhein-Neckar Löwen), Johannes Sellin (Melsungen).

Línumenn: Patrick Wiencek (TKiel), Hendrik Pekeler (Lemgo), Erik Schmidt (Friesenheim)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert