Guðmundur áfram með Svensson

Guðmundur Guðmundsson var einnig með Tomas Svensson sem markvarðaþjálfara hjá …
Guðmundur Guðmundsson var einnig með Tomas Svensson sem markvarðaþjálfara hjá Rhein-Neckar Löwen. Ljósmynd/rhein-neckar-loewen.de

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik, hefur ákveðið að endurnýja samstarf sitt við sænska markvarðaþjálfarann Tomas Svensson.

Guðmundur fékk Svensson til Rhein-Neckar Löwen sumarið 2011, þegar Svíinn var enn leikmaður, og Svensson varð svo markvarðaþjálfari liðsins eftir að hann lagði skóna á hilluna 2012.

Svensson var svo kynntur sem aðstoðarmaður Guðmundar hjá danska landsliðinu í gær en hann tekur við starfinu af landa sínum Claes Hellgren.

Svensson lék 327 landsleiki fyrir Svía á sínum tíma, er tvöfaldur heimsmeistari og fjórfaldur Evrópumeistari. Þá vann hann þrenn silfurverðlaun með Svíum á Ólympíuleikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert