HSV Hamburg vildi frá Patrek

Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka og austurríska karlalandsliðsins í handknattleik.
Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka og austurríska karlalandsliðsins í handknattleik. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Þýska handknattleiksliðið HSV Hamburg bar víur sínar í Patrek Jóhannesson, þjálfara Hauka og austurríska landsliðsins, í sumar þegar forráðamenn Hamborgarliðsins leituðu að eftirmanni Martins Schwalbs. 

Þetta kemur fram á þýska handknattleiksvefnum handball-world í dag. Patrekur afþakkaði viðræður við HSV Hamburg sem réði Frakkann Christian Gaudin í staðinn. Þetta er ekki fyrsta þýska 1.deildarliðið sem vill fá Patrek í stól þjálfara en undir lok síðasta árs var Patrekur á óskalista SC Magdeurg sem síðar réði Geir Sveinsson í starfið.

Patrekur framlengdi í gær samning sinn við Handknattleikssamband Austurríkis til ársins 2020 en hann hefur þjálfað austurríska landsliðið frá árinu 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert