Ólafur kannski með í næsta leik

Ólafur Gústafsson í búningi Aalborg.
Ólafur Gústafsson í búningi Aalborg. Ljósmynd/aalborghaandbold.d

Handknattleiksmaðurinn Ólafur Gústafsson er á góðum batavegi eftir að hafa verið sprautaður í bæði hné í byrjun mánaðarins vegna eymsla sem höfðu hrjáð hann um skeið. Ekki er útilokað að hann geti leikið með samherjum sínum í Aalborg Håndbold á föstudagskvöldið þegar liðið fær GOG í heimsókn í Gigantium íþróttahöllina í Alaborg. 

„Við sjáum til hvernig Ólafi vegnar á æfingum í vikunni og metum út frá því hvort hann getur tekið þátt í leiknum á föstudaginn," segir Jesper Jensen, þjálfari Aalborg Håndbold í samtali við heimasíðu félagsins. 

Álaborgarliðið hefur aðeins unnið einn leik en gert þrjú jafntefli í fyrstu fjórum leikjunum í dönsku úrvalsdeildinni. Ólafur tók þátt í fyrsta leik liðsins í lok ágúst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert