Sannfærandi Mosfellingar í nýliðauppgjöri

Jóhann Gunnar Einarsson úr Aftureldingu ógnar Stjörnuvörninni þar sem Eyþór …
Jóhann Gunnar Einarsson úr Aftureldingu ógnar Stjörnuvörninni þar sem Eyþór Magnússon reynir að stöðva hann. mbl.is/Árni Sæberg

Afturelding vann sannfærandi sigur á Stjörnunni, 29:22, slag nýliðanna í Olís-deild karla í handknattleik í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld. Afturelding var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda, m.a. var fjögurra marka munur í hálfleik, 14:10.

Aftureldingarliðið hafði einfaldlega úr fleiri vopnum að velja í sóknarleikur og eins var varnarleikur liðsins á köflum fínn auk þess sem Davíð Svansson átti stórleik í markinu. Stjörnuliðið gerði sig sekt um alltof mörg einföld mistök sem einfalt er að laga s.s. sendingarfeila. Þá var sóknarleikur liðsins kaflaskiptur.

Eftir að Afturelding náði fjögurra marka forskoti í lok fyrri hálfleiks þá hafði Stjarnan aldrei uppi neina sérstaka burði í síðari hálfleik til þess að vinna upp forskotið og á síðustu mínútunum virtust leikmenn liðsins missa móðinn sem ekki lofar góðu. Afturelding vann því sannfærandi sigur í fyrsta leik. Liðið lofar að mörgu leyti góðu en meiri vinna virðist framundan hjá Stjörnumönnum.

Tölfræði leiksins er að finna hér að neðan en fyglst var með leiknum í beinni textalýsingu.

Afturelding 29:22 Stjarnan opna loka
60. mín. Árni Bragi Eyjólfsson (Afturelding) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert