Argentínski markvörðurinn löglegur með Fram

Stefán Arnarson, þjálfari Fram, getur teflt fram argentínska markverðinum Nadia …
Stefán Arnarson, þjálfari Fram, getur teflt fram argentínska markverðinum Nadia Ayelen Bor­don í fyrsta leik Fram-liðsins í Olís-deildinni á laugardaginn. mbl.is/Eva Björk

Argentínski markvörðurinn Nadia Ayelen Bor­don, sem ætlar að leika í marki kvennaliðs Fram í Olís-deildinni á komandi keppnistímabili hefur fengið félagaskipti yfir í raðir Safamýrarliðsins. Gengið var frá síðustu lausu endunum í dag og þar með gat Handknattleikssamband Íslands veitt henni leikheimild.

Bodon verður þar með klár í slaginn með Fram í fyrsta leik liðsins í Olís-deildinni á laugardaginn þegar leikmenn Selfoss koma í heimsókn í íþróttahús Fram.

Enn hefur ekki verið gengið frá félagaskiptum tveggja útlendinga til kvennaliðs Vals og eins til kvennaliðs Hauka.

Starfsmenn HSÍ hafa setið sveittir við að ganga frá félagaskiptum og gefa út leikheimild fyrir handknattleikfólk síðustu daga. Fylgst er rækilega með öllum færslun á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert