Sterk byrjun hjá Fram

Árni Steinn Steinþórsson úr Haukum býr sig undir að skjóta …
Árni Steinn Steinþórsson úr Haukum býr sig undir að skjóta að marki fram í leiknum í kvöld. mbl.is/Ómar

Fram byrjar leiktíðina vel á Íslandsmóti karla í handbolta, því liðið vann Hauka, 22:21 í jöfnum, spennandi og skemmtilegum leik í Safamýri í kvöld. Haukum er spáð 2. sætinu í Olís-deild karla í vor en Fram 8. sætinu.

Leikurinn var jafn frá byrjun og aldrei munaði meiru en tveimur mörkum á liðunum. Spennan var mikil í seinni hálfleik, en þegar 52 sekúndur voru eftir af leiknum og Fram marki yfir, varði Kristófer Fannar Guðmundsson víti frá Adam Hauki Baumruk. Fram tapaði reyndar boltanum í lokasókn sinni, en Haukar gerðu slíkt hið sama og Fram fagnaði naumum eins marks sigri í hörkuleik.

Árni Steinn Steinþórsson var öflugur í liði Hauka í fyrri hálfleik og skoraði 8 mörk, en aðeins eitt mark í seinni hálfleik. Ólafur Ægir Ólafsson var bestur í liði Fram í kvöld. Hann skoraði 5 mörk rétt eins og Garðar B. Sigurjónsson.

Fram 22:21 Haukar opna loka
60. mín. Jón Þorbjörn Jóhannsson (Haukar) fiskar víti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert