Hertar reglur um útlendinga

Argentínski markvörðurinn Nadia Bordon mun spila með Fram í vetur.
Argentínski markvörðurinn Nadia Bordon mun spila með Fram í vetur. Ljósmynd/Fram

Keppni í Olís-deild kvenna í handbolta hefst annað kvöld. Nokkur lið deildarinnar hafa styrkt leikmannahópa sína með erlendum leikmönnum í sumar, en það vakti þó athygli að þær Marija Mugosa og Milica Kostic, sem Valur fékk frá Svartfjallalandi í sumar, voru ekki með Valskonum í Meistarakeppni HSÍ gegn Stjörnunni um helgina, þar sem hvorugur leikmaður var kominn með leikheimild.

Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ eru enn fjórir erlendir leikmenn sem ekki hafa fengið leikheimild. Auk Svartfellinganna tveggja hjá Val eru það svo Nadia Bordon, argentínskur markvörður sem Fram samdi við, og Madalina Puscas, rúmenskur markvörður sem Haukar fengu til sín.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert