Sækja þrjú saman um EM 2020

Frakkar eru ríkjandi Evrópumeistarar frá því í Danmörku í janúar.
Frakkar eru ríkjandi Evrópumeistarar frá því í Danmörku í janúar. AFP

Svíþjóð, Noregur og Austurríki hafa sent sameiginlega umsókn um að fá að halda úrslitakeppni Evrópumóts karla í handknattleik árið 2020 en það gæti orðið fyrsta mótið þar sem 24 taka þátt.

Riðlakeppnin færi fram í löndunum þremur í Vín og Graz, Þrándheimi og Ósló og Malmö og Gautaborg. Milliriðlarnir færu fram í Austurríki og í Svíþjóð og úrslitaleikirnir á Tele 2 leikvanginum í Stokkhólmi þar sem knattspyrnuliðið Hammarby spilar. Völlurinn tekur 30.000 manns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert