Titilvörn ÍBV hófst með jafntefli við FH

Eyjamenn hófu titilvörn sína með jafntefli við FH í Kaplakrika í kvöld, 29:29 í 1. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Eyjamenn voru skrefinu á undan FH mest allan leikinn og höfðu yfir í hálfleik, 17:15.

Í seinni hálfleik skildu leiðir eftir góðan kafla ÍBV komust Eyjamenn fimm mörkum yfir í 22:17. FH náði þó að brúa bilið og jafnaði í 26:26 þegar um sjö mínútur voru eftir af leiknum. Leikurinn var svo í járnum síðustu mínúturnar.

Magnús Stefánsson skoraði úr síðustu sókn ÍBV og kom Eyjamönnum yfir, 29:28 og FH tók leikhlé þegar 25 sekúndur voru eftir. Ragnar Jóhannsson skoraði úr næstu sókn fyrir FH og jafnaði metin þegar átta sekúndur voru eftir. Fleiri mörk voru ekki skoruð og niðurstaðan því jafntefli, 29:29.

Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur hjá ÍBV með 8 mörk en Ísak Rafnsson hjá FH með 7 mörk.

FH 29:29 ÍBV opna loka
60. mín. Leik lokið Leik lokið með jafntefli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert