Gensheimer fyrirliði hjá Degi

Uwe Gensheimer.
Uwe Gensheimer. AFP

Hornamaðurinn knái Uwe Gensheimer verður fyrirliði þýska landsliðsins undir stjórn Dags Sigurðssonar sem tók við liðinu í síðasta mánuði.

Framundan eru fyrstu leikir Þýskalands undir stjórn Dags en það eru vináttulandsleikir við Sviss um helgina. Dagur valdi fimm nýliða í fyrsta landsliðshóp sinn sem sjá má hér að neðan.

Gensheimer er hins vegar enginn nýliði. Hann er 27 ára gamall og er kominn með 90 landsleiki eftir að hafa leikið þann fyrsta 19 ára gamall. Gensheimer lék sína fyrstu landsleiki sem fyrirliði í HM-umspilinu við Pólland í sumar.

„Uwe hefur sterka stöðu innan liðsins og í alþjóðlegum handknattleik,“ sagði Dagur eftir að tilkynnt var um valið.

Markverðir: Sil­vio Heinevetter (Füch­se Berl­in), Andreas Wolff (Wetzl­ar).

Aðrir leikmenn: Uwe Gens­heimer (Rhein-Neckar Löwen), Michael Allendorf (Melsungen), Sven-Sör­en Christoph­er­sen (Hanno­ver-Burgdorf), Phil­ipp Müller (MT Melsungen), Ju­lius Kühn (Gum­mers­bach), Tim Kneule (Göpp­ingen), Paul Drux (Füch­se Berl­in), Michael Müller (Melsungen), Fabi­an Wiede (Füch­se Berl­in), Pat­rick Groetzki (Rhein-Neckar Löwen), Johann­es Sell­in (Melsungen), Pat­rick Wiencek (Kiel), Hendrik Pekeler (Lem­go), Erik Schmidt (Friesen­heim).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert