Kristófer var hetja Fram

Stefán Baldvin Stefánsson sækir að marki Hauka en Matthías Árni …
Stefán Baldvin Stefánsson sækir að marki Hauka en Matthías Árni Ingimarsson er til varnar. mbl.is/Ómar

Leikur Fram og Hauka í 1. umferð Olís-deildar karla í handbolta í gær var uppskrift að handboltaleik sem er áhorfendum að skapi. Leikurinn hafði allt sem flottir handboltaleikir eiga að hafa, því leikurinn var jafn og spennandi allan leikinn og í lokin varð svo einhver að vera hetjan.

Markvörðurinn Kristófer Fannar Guðmundsson sem Fram fékk frá ÍR í sumar tók að sér hetjuhlutverkið í gærkvöld, því hann varði vítakast Adams Hauks Baumruk í stöðunni 22:21 þegar 52 sekúndur voru eftir af leiknum. Hvorugu liði tókst að skora fleiri mörk og Fram fagnaði sterkum eins marks sigri.

Nýliðarnir hjá Fram öflugir

Annar nýliði hjá Fram, Ólafur Ægir Ólafsson sem kom frá Gróttu í sumar átti líka flottan leik fyrir Fram. Ólafur var óhræddur að stinga sér inn í vörn Hauka, og uppskar fimm mörk og nokkur vítaköst sem munaði mikið um fyrir Fram. Sá sem þetta skrifar hreifst ekki af Sigurði Erni Þorsteinssyni síðasta vetur, en hann átti fína kafla í leiknum í gær í vörn og skoraði þrjú fín mörk.

Sjá nánari umfjöllun um leikinn íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert