Meistararnir unnu KA/Þór - ÍBV með stórsigur á ÍR

Kristín Guðmundsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Val í dag.
Kristín Guðmundsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Val í dag. mbl.is/Ómar

Íslandsmeistarar Vals í handknattleik kvenna hófu titilvörn sína í dag á því að vinna fjögurra marka sigur á KA/Þór, 18:14. Nýliðar ÍR steinlágu á heimavelli gegn ÍBV, 35:24.

Staðan í hálfleik hjá Val og KA/Þór var aðeins 8:6. Kristín Guðmundsdóttir var markahæst í hinu mikið breytta liði Vals með 7 mörk. næstar komu Marija Mugosa frá Svartfjallalandi, Jónína Líf Ólafsdóttir, Sigurlaug Rúnarrsdóttir og Bryndís Wöhler með 2 mörk hver. Hjá norðankonum var aðstoðarþjálfarinn Martha Hermannsdóttir markahæst með 7 mörk.

Nýliðar ÍR eiga sjálfsagt erfiðan vetur fyrir höndum en þeir fengu 24 mörk á sig í fyrri hálfleik gegn ÍBV og var staðan 24:13 að honum loknum. Díana Dögg Magnúsdóttir var markahæst hjá ÍBV með 7 mörk og þær Jóna Sigríður Halldórsdóttir, Vera Lopes og Ester Óskarsdóttir skoruðu 6 mörk hver. Hjá ÍR komust 11 leikmenn á blað en Sigrún Ása Ásgrímsdóttir var markahæst með 5 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert