Mílan fagnaði sigri í frumraun sinni

Ægir Hrafn Jónsson er mættur til Víkings og hér er …
Ægir Hrafn Jónsson er mættur til Víkings og hér er hann í leiknum við KR í dag. Ljósmynd/Gunnlaugur Júlíusson

Hið nýja handknattleiksfélag Mílan vann sigur í sínum fyrsta leik, 21:15, þegar það mætti Hömrunum á Selfossi í 1. deild karla í handknattleik dag. Víkingur vann KR af öryggi, 28:20.

Mílan sendir nú í fyrsta sinn lið til keppni og eftir jafnan fyrri hálfleik vann liðið að lokum sex marka sigur. Örn Þrastarson, Óskar Kúld og Ársæll Einar Ársælsson voru markahæstir hjá liðinu með 4 mörk hver en Róbert Sigurðarson gerði 6 mörk fyrir norðanmenn sem töpuðu einnig gegn Selfossi í gær.

Víkingar eru með öflugt lið sem spáð er sigri í 1. deildinni og þeir áttu ekki í teljandi vandræðum með KR í dag, en staðan í hálfleik var 11:7. Magnús Gunnar Erlendsson átti góðan leik í markinu fyrir framan hávaxna vörn þar sem hafa bæst við menn á borð við Ægi Hrafn Jónsson sem kom frá Val. Egill Björgvinsson og Arnar Theodórsson voru markahæstir Víkinga með fimm mörk en Fannar Kristmundsson skoraði fjögur fyrir KR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert