Haukar sneru við taflinu og unnu

Haukar og Akureyri eigast við í Olís-deild karla í dag.
Haukar og Akureyri eigast við í Olís-deild karla í dag. mbl.is/Ómar

Haukar unnu sinn fyrsta leik í Olís-deildinni í handknattleik í dag er þeir skelltu Akureyringum, 24:23, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Gestirnir voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12. Haukar komust hinsvegar á skrið í seinni hálfleik með frábærum varnarleik sem Akureyringar áttu ekkert svar við.

Akureyringar voru sterkari í fyrri hálfleik. Vörn liðsins var frábær og sóknarleikurinn léttleikandi með Sigþór Heimisson sem aðalmann en hann skoraði 5 mörk í hálfleiknum og réðu Haukar lítt við snerpu hans og sprenigkraft. Sóknarleikur Hauka var erfiður gegn hávaxinni og sterkri vörn Akureyringa. Ef Árni Steinn Steinþórsson hafði ekki lausnirnar í sókninni þá virtust Haukar standa ráðþrota.

Eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 15:12, voru Haukar aðeins sex mínútur að jafna metin, 16:16, og komast yfir í fyrsta sinn í leiknum einni mínútu síðar, 17:16. Eftir það voru Haukar með yfirhöndina, eitt til tvö mörk. Sóknarleikur þeirra batnaði, þeir teygðu meira á vörn Akureyringa í síðari hálfleik. Eins batnaði vörn liðsins sem skilaði liðinu nauðsynlegum hraðaupphlaupum. Akureyringar misstu yfirvegunina og gerðu sig seka um of mörg mistök í sókninni. Það varð liðinu fyrst og fremst að falli auk þess sem markvarslan var slök sem var synd því varnarleikurinn var lengst af góður.

Haukar náðu þriggja marka forskoti 5 mínútum fyrir leikslok og virtust ætla að vinna öruggan sigur en það hljóp í staðinn óvænt spenna í lokasprettinn þar sem Akureyringar höfðu nærri jafnað metin.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is sem sjá má hér að neðan ásamt tölfræði leiksins.

Haukar 24:23 Akureyri opna loka
60. mín. Kristján Orri Jóhannsson (Akureyri) skoraði mark - 37 sekúndur eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert