Jón: Sóknarleikurinn er slakur

„Sóknarleikurinn var slakur hjá okkur að þessu sinni. Hann var alltof hægur en að vísu léku Mosfellingar góðan varnarleik,“ sagði Jón Kristjánsson, þjálfari Vals, eftir að liðið tapaði fyrir Aftureldingu, 23:18, á heimavelli í annarri umferð Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld.

„Varnarleikurinn var fínn hjá okkur og markvarslan einnig en það var sóknarleikurinn sem fór með þetta hjá okkur,“ sagði Jón.

Valsliðið byrjaði leikinn betur og komst yfir, 8:4, eftir um 20 mínútur. „Í byrjun fengum við nokkur hraðaupphlaup sem hjálpuðu okkur. 

Staðan á okkur er einfaldlega þannig í dag að sóknarleikurinn er ekki nógu góður og í honum verðum við að vinna áfram og taka framförum,“ sagði Jón Kristjánsson, annar þjálfari Vals.

Nánar er rætt við Jón á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert