HK styrkist fyrir átökin í kvöld

Björn Þórsson Björnsson er kominn í raðir HK-liðsins á nýjan …
Björn Þórsson Björnsson er kominn í raðir HK-liðsins á nýjan leik. Ljósmynd/HK

Handknattleikslið HK í Olís-deild karla hefur fengið til liðs við sig tvo nýja leikmenn. Báðir verða þeir gjaldgengir með liðinu í kvöld þegar það sækir Stjörnuna heim í Olís-deild karla í Mýrinni.

Björn Þórsson Björnsson hefur snúið til HK á nýjan eftir tveggja ára veru hjá Fylki. Björn lék upp alla yngri flokka HK og var m.a. í Íslandsmeistaraliðsins vorið 2012. Hinn leikmaðurinn er línumaðurinn Valdimar Sigurðsson sem kemur að láni frá Val.   Hann hefur spilað með öllum yngri landsliðum Íslands. Valdimar fékk ekki leikheimild í tæka tíð fyrir fyrsta leik á móti Akureyri á síðasta fimmtudag en er nú kominn með leikheimild og verður klár í slaginn í kvöld gegn Stjörnunni.

Viðureign Stjörnunnar og HK hefst kl. 19.30 í Mýrinni í Garðabæ. Á sama tíma verður flautað til leiks Fram og FH í Framhúsinu. Klukkan 18 hefst í Vestmannaeyjum leikur Íslandsmeistara ÍBV og ÍR.  Með leikjunum þremur lýkur annarri umferð Olís-deildarinnar.  Tveir leikir fóru fram í deildinni í gær. Haukar unnu Akureyringa, 24:23, og Afturelding lagði Val, 23:18.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert