Hroðaleg útreið landsliðs Maldíveyja

Handbolti - bolti
Handbolti - bolti Eva Björk Ægisdóttir

Landslið Maldíveyja í handknattleik kvenna fékk hroðalega útreið í viðureign sinn við landslið Japans á Asíumótinu í handknattleik kvenna í gær. Leiknum lauk með sigri japanska landsliðsins, 79:0. Þetta er mesti munur sem sögur fara af í handboltaleik kvenna auk þess sem afar fátítt er að annað liðið nái ekki að skora a.m.k. eitt mark í leik.

Staðan í hálfleik í fyrrgreindum leik var 40:0. Nokkrir leikmenn landsliðs Maldíveyja voru meiddir í leiknum og gátu ekki beitt sér af fullum styrk. 

Á laugardaginn tapað landslið Maldíveyja með fimmtíu marka mun, 57:7, fyrir landslið Úsbekistan í sömu keppni. 

Á HM kvenna í Serbíu í fyrra skoraði landslið Paragvæ ekki mark í fyrri hálfleik í leik sínum við Spán og var staðan 14:0 eftir fyrri hálfleik. Lið Paragæv hresstist  í síðari hálfleik og skoraði þá níu mörk og tapaði með 20 marka mun, 29:9.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert