ÍR lagði meistarana í Eyjum

Agnar Smári Jónsson og félagar í ÍBV taka á móti …
Agnar Smári Jónsson og félagar í ÍBV taka á móti ÍR. mbl.is/Ómar Óskarsson

ÍR vann í kvöld óvæntan en mjög sannfærandi sigur á ÍBV í Eyjum í kvöld en lokatölur urðu 24:29, eftir að staðan í hálfleik var 12:16.  ÍR-ingar voru yfir allan tímann, komust strax í 0:2 og Eyjamenn náðu aldrei að jafna metin.  Í hvert sinn sem heimamenn, sjálfir Íslandsmeistararnir, virtust vera nálgast ÍR-inga, gáfu gestirnir einfaldlega í og juku muninn aftur. 

Svavar Ólafsson, markvörður ÍR-inga var í miklum ham eftir að hann kom inn á um miðjan fyrri hálfleikinn, varði alls 17 skot, flest í síðari hálfleik.  Markahæstir hjá ÍR-ingum voru þeir Bjarni Fritzson og Björgvin Hólmgeirsson með 8 mörk hvor en hjá Eyjamönnum var Einar Sverrisson markahæstur.

ÍBV 24:29 ÍR opna loka
60. mín. Einar Sverrisson (ÍBV) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert