Paul Tiedemann er látinn

Handbolti - bolti
Handbolti - bolti Eva Björk Ægisdóttir

Einn þekktasti handboltaþjálfari sögunnar, Þjóðverjinn Paul Tiedemann, lést í gær 79 ára að aldri. Tiedermann hafði verð veikur um nokkurt skeið en hann andaðist á sjúkrahúsi í Linz í Austurríki. Þar hafði hann búið frá 1992.

Tiedemann var landsliðsmaður í handknattleik í Austur-Þýskalandi og síðar þjálfari. Hann varð þjálfari austur-þýska landsliðsins árum saman en undir hans stjórn var landsliðið eitt það besta í heiminum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. M.a. unnu Austur-Þjóðverjar Ólympíumeistarar í handknattleik karla árið 1980.  Einnig vann austur-þýska landsliðið til verðlauna á ýmsum stórmótum undir hans stjórn á ferlinum. Má þarf nefna bronsverðlaun á HM 1978 og 1986.  Tiedermann sagði starfi sínu lausu hjá Handknattleikssambandi Austur-Þýskalands eftir Ólympíuleikana í Seoul 1988.  

Á árunum um og eftir 1990 var Tiedemann um skeið landsliðsþjálfari Egypta. 

Tiedemann þjálfaði þýska liðið SG Hameln veturinn 1996-1997 en eftirmaður var Alfreð Gíslason, núverandi þjálfari þýska meistaraliðsins THW Kiel. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert