Meistaraefnin tóku Stjörnuna í kennslustund

Arndís María Erlingsdóttir, Gróttu skorar framhjá Florentinu Stanciu, Stjörnunni í …
Arndís María Erlingsdóttir, Gróttu skorar framhjá Florentinu Stanciu, Stjörnunni í kvöld. mbl.is/Kristinn

Meistaraefnin í Olís-deild kvenna í handbolta, Gróttukonur af Seltjarnarnesi sýndu Stjörnukonum svo sannarlega hvar Davíð keypti ölið í kvöld, því Grótta valtaði yfir Stjörnuna, 28:14 í 2. umferð deildarinnar í Mýrinni í Garðabæ í kvöld.

Yfirburðir Gróttu voru algjörir og það var ljóst strax í byrjun í hvað gæti stefnt því Grótta komst í 9:1 eftir stutta stund og hafði yfir í hálfleik, 15:7.

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir voru markahæstar hjá Gróttu með 6 mörk hvor en Sólveig Lára Kjærnested skoraði 4 mörk fyrir Stjörnuna. 

Mörk Stjörnunnar: Sólveig Lára Kjærnested 4, Þórhildur Gunnarsdóttir 3/1, Guðrún Ósk Kristjánsdóttir 2, Guðrún Erla Bjarnadóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 1, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 1, Tinna Laxdal 1.

Mörk Gróttu: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6, Eva Björk Davíðsdóttir 6/2, Anett Köbli 4, Lovísa Thompson 4, Edda Þórunn Þórarinsdóttir 2, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 2, Guðný Hjaltadóttir 1, Agnes Þóra Árnadóttir 1, Arndís María Erlingsdóttir 1, Sunna María Einarsdóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert