Snorri Steinn markahæstur í tapleik

Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. EPA

Snorri Steinn Guðjónsson var markahæsti leikmaður Sélestat í kvöld þegar tapaði á heimavelli fyrir Cesson-Rennes, 32:24, í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Snorri skoraði átta mörk og er áfram markahæsti leikmaður deildarinnar, nú með 33 mörk. 

Sélestat er í 13. og næst síðasta sæti deildarinnar með tvö stig eftir fjóra leiki. Nimes, lið Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar, er í sætinu fyrir ofan. Nimes tapaði í kvöld fyrir PSG, 35:30, á heimavelli. Ásgeir Örn skoraði þrjú mörk úr níu tilraunum. Róbert Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir PSG sem er efst í deildinni ásamt Montpellier, Nantes og Cesson-Rennes, með sex stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert