Sjö mánuðir og 12 dagar

Rúnar Kárason reynir skot í landsleik.
Rúnar Kárason reynir skot í landsleik. mbl.is/Eva Björk

Hálft ár var í gær liðið frá því Rúnar Kárason, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður þýska liðsins Hannover-Burgdorf, gekkst undir aðgerð vegna krossbandsslits á hægra hné en hann lenti í samskonar meiðslum á vinstra hnénu fyrir tveimur árum.

Morgunblaðið sló á þráðinn til Rúnars í gær og spurðist fyrir um hvernig honum gengi í endurhæfingunni en viðtalið við stórskyttuna var tekið þegar Rúnar brunaði á hjóli sínu um götur Hannover.

„Þetta er allt að koma hjá mér. Ég er svona varfærnislega byrjaður að æfa með liðinu. Ég er aðeins byrjaður að skjóta á markið en ég er ekkert byrjaður í neinum alvöruaðgerðum,“ sagði Rúnar við Morgunblaðið í gær en hann gekk til liðs við Hannover-Burgdorf í lok síðasta árs og gerði þriggja ára samning við félagið.

Spurður hvort hann hafi sett sér einhver tímamörk að snúa aftur inn á völlinn sagði Rúnar;

„Upphaflega markmiðið var alltaf sjö mánuðir og tólf dagar eins og síðast. Markmiðið var að ná þessu á sama tíma en vera samt í betra standi heldur en síðast.

Sjá viðtalið við Rúnar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert