Erlingur á skriði í Austurríki

Erlingur Richardsson gerir það gott um þessar mundir sem þjálfari …
Erlingur Richardsson gerir það gott um þessar mundir sem þjálfari austurríska handknattleiksliðsins Westwien. mbl.is/Árni Sæberg

Vel gengur hjá Eyjamanninum Erlingi Richardssyni og liði hans Westwien í austurrísku 1. deildinni í handknattleik. Liðið er efst þegar níu umferðir eru að baki með átta sigurleiki og aðeins eitt tap. Um tveir áratugir eru liðnir síðan Westwien var í efsta sæti 1. deildar að loknum níu umferðum.

Westwien vann Pölten um helgina á heimavelli, 34:20.

Erlingur, sem er annar aðstoðarmanna Arons Kristjánssonar með íslenska karlalandsliðið í handknattleik, tók við þjálfun Westwien sumarið 2013. Undir hans stjórn komst liðið í undanúrslit um austurríska meistaratitilinn á síðustu leiktíð. Nú stefna menn lengra hjá Westwien undir stjórn Erlings sem m.a. var annar þjálfari HK-liðsins þegar það varð Íslandsmeistari í handknattleik karla í fyrsta sinn vorið 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert