Gunnar Steinn kallaður inn í landsliðið

Gunnar Steinn Jónsson hefur verið valinn í íslenska landsliðið í …
Gunnar Steinn Jónsson hefur verið valinn í íslenska landsliðið í handknattleik í stað Arons Pálmarssonar sem er meiddur. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Gunnar Steinn Jónsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið í handknattleik í stað Arons Pálmarssonar sem er meiddur og getur ekki tekið þátt í leikjunum við Ísrael og Svartfjallaland í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik sem fram fara í kringum mánaðamótin. 

Gunnar Steinn er leikstjórnandi hjá þýska liðinu Gummersbach og lék m.a. með íslenska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Danmörku í byrjun þessar árs. Hann á að baki 17 landsleiki. 

Íslenska landsliðið mætir ísraelska landsliðinu í Laugardalshöll 29. október og landsliði Svartfjallalands í Bar í Svartfjallalandi sunnudaginn 2. nóvember. Þetta verða tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni fyrir EM 2016 sem haldið verður í Póllandi í janúar 2016. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert