Árangurinn til þessa hefur verið vonum framar

Einar Jónsson.
Einar Jónsson. mbl.is/Steinn Vignir

„Það er alveg örugglega hægt að segja að segja að árangurinn í fyrstu leikjunum hafi farið fram úr vonum þótt ég hafi ekki alveg verið viss um hvað við værum að fara úti í þegar deildarkeppnin hófst,“ segir Einar Jónsson, þjálfari norska kvennaliðsins Molde. Liðið er nýliði í næst efstu deild, kom upp úr þriðju efstu deild í vor, og er nú efst í næst efstu deildinni með fullt hús stiga þegar fimm leikir eru að baki.

„Ég þekkti andstæðinga okkar ekkert alltof vel og þar af leiðandi var rennt í blint í sjóinn hver geta okkur væri nákvæmlega. Sé tekið mið að því sem vissi að samtölum við mér fróðari menn um styrkleika deildarinnar þá var okkur ekki spáð mikilli velgengni. Þar af leiðandi var markmið okkar og er enn, þrátt fyrir þessa góðu byrjun, fyrst og fremst að halda sæti okkar í deildinni. Og þótt byrjunin hafi verið góð þá er ég nú með báða fætur á jörðinni. Það er enn mikið eftir af deildinni,“ segir Einar.

Sjá allt viðtalið við Einar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert