Aron í undanúrslit eftir háspennuleik

Aron Kristjánsson þjálfari KIF Kolding og landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik …
Aron Kristjánsson þjálfari KIF Kolding og landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik karla. mbl.is/Eva Björk

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í KIF Kolding Köbenhavn komust í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar í kvöld eftir háspennuleik á útivelli við GOG. Tvær framlengingar þurfti til þess að knýja fram úrslit þar sem KIF vann með eins marks mun, 36:35, þar sem Martin Dolk skoraði úr vítakasti á síðustu sekúndu.

KIF er bæði ríkjandi bikarmeistari og danskur meistari. Liðið er nú komið í undanúrslit annað árið í röð ásamt Aalborg, sem vann Daníel Frey Andrésson og samherja hans, 26:21, Holstebro og Skjern. Ólafur Gústafsson lék ekki með Álaborgarliðinu í kvöld vegna meiðsla.

Þá vann Randers, lið Rutar Arnfjörð Jónsdóttur, landsliðskonu, Viborg á útivelli, 31:28, í úrvalsdeild kvenna í Danmörku. Þetta var fyrsta tap Viborg á leiktíðinni en liðið er í öðru sæti. Randers fluttist upp í þriðja sæti með sigrinum sem þótti óvæntur. Rut skoraði ekki mark í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert