Løke skiptir um skoðun

Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik, fékk góðar fréttir þegar …
Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik, fékk góðar fréttir þegar heidi Löke ákvað að gefa kost á sér á nýjan leik í landsliðið fyrir EM í desember. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Ein fremsta handknattleikskona heims, Heidi Løke, hefur ákveðið að gefa kost á sér í norska landsliðið í handknattleik á nýjan leik eftir að hafa tekið sér frí frá landsliðinu um nokkurt skeið. Þetta er góð tíðindi fyrir Þóri Hergeirsson, landsliðsþjálfara Noregs, sem býr sig undir Evrópumeistaramótið sem fram fer í Ungverjalandi og Króatíu í desember. 

Løke, sem er 31 árs gömul og var valin besta handknattleikskona heims fyrir þremur árum, hefur leikið 134 landsleiki og skoraði þeim 474 mörk. Hún hefur lengi verið ein helsta kjölfesta hins sterka norska landsliðsins undir stjórn Þóris. 

Løke leikur með Györ í Ungverjalandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert