Róbert og félagar unnu toppliðið

Róbert Gunnarsson og samherjar í PSG unnu Nantes með 12 …
Róbert Gunnarsson og samherjar í PSG unnu Nantes með 12 marka mun í kvöld. mbl.is/Eva Björk

Róbert Gunnarsson og samherjar hans í PSG tóku topplið Nantes í kennslustund í handbolta á heimavelli í kvöld í frönsku 1. deildinni í handknattleik. PSG vann með 12 marka mun, 33:21, og komst upp í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig eftir sjö leiki. PSG er þar með aðeins stigi á eftir Nantes og Montpellier en síðastnefnda liðið á leik til góða.

Arnór Atlason skoraði tvö mörk fyrir Saint Raphael í sigurleik á Istres, 33:32. Saint Raphael er í fimmta sæti deildarinnar. 

Sélestat, sem Snorri Steinn Guðjónsson leikur með, tapaði á heimavelli fyrir Dunkerque, 27:24, og situr í 11. sæti af 14 liðum. Snorri Steinn skoraði fjögur mörk í leiknum fyrir Sélstat.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert