Björgvin Þór með tæp níu mörk í leik

Björgvin Hólmgeirsson er markahæstur í Olís-deildinni.
Björgvin Hólmgeirsson er markahæstur í Olís-deildinni. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Björgvin Þór Hólmgeirsson, stórskytta ÍR-inga, er markahæsti leikmaður Olís-deildar karla í handknattleik þegar sjö umferðir eru að baki en áttunda umferð deildarinnar hefst í kvöld með þremur leikjum.

Björgvin Þór hefur skorað 61 mark, eða rétt tæp níu mörk að jafnaði í hverjum leik. Theodór Sigurbjörnsson, hornamaður ÍBV, er næstmarkahæstur með 54 mörk. Hann er í raun eini leikmaður deildarinnar sem veitir Björgvin keppni um markakóngstitilinn um þessar mundir.

Þessir eru markahæstir:

61 - Björgvin Hólmgeirsson, ÍR
54 - Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV
42 - Sigþór Árni Heimisson, Akureyri
38 - Árni Steinn Steinþórsson, Haukum
38 - Ragnar Jóhannsson, FH
35 - Adam Haukur Baumruk, Haukum
35 - Egill Magnússon, Stjörnunni
33 - Guðmundur Hólmar Helgason, Val
33 - Ásbjörn Friðriksson, FH
32 - Arnar Birkir Hálfdánsson, ÍR,

Þrír leikir í áttundu umferð Olís-deildarinnar fara fram í kvöld. Reykjavíkurliðin Fram og Valur mætast í Framhúsinu klukkan 19.30. Á sama tíma tekur FH á móti Stjörnunni í Kaplakrika og efsta lið deildarinnar og það eina taplausa, Afturelding, mætir neðsta liði deildarinnar, HK, í Mosfellsbæ.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert