Valssigur með sveiflum

Guðmundur Hólmar Helgason reynir skot að marki Fram í leiknum …
Guðmundur Hólmar Helgason reynir skot að marki Fram í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn

Valur kom sér upp í annað til þriðja sæti Olís-deildarinnar  með sigri á Fram, 25:20, í  Framhúsinu í kvöld í sveiflukenndum leik. Valur var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11. Fram-liðinu tókst að minnka muninn í eitt mark nokkrum sinnum í síðari hálfleik en lengra komust þeir ekki.

Fram byrjaði leikinn illa og var um tíma sjö mörkum undir, 11:4, eftir að skorað tvö af fyrstu þremur mörkum leikins. Þennan mun var Fram að vinna upp í fyrri hálfleik og framan af þeim síðari. En þegar þeir komust nærri þá voru Valsmenn sterkari, ekki síst markvörðurinn Stephen Nielsen, sem lék með Fram í fyrra. Hann lokaði marki Vals þegar mest reið á og var sú hindrun sem Fram-liðið steytti fyrst og fremst á.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Einnig má fylgjast með öllu sem gerist í öllum leikjum kvöldsins í beinu lýsingunni HANDBOLTINN Í BEINNI

Fram 20:25 Valur opna loka
60. mín. Valur tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert