Tandri með sjö í mögnuðum útisigri

Tandri Már Konráðsson
Tandri Már Konráðsson mbl.is/Árni Sæberg

Ricoh, nýliðarnir í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik, komu heldur betur á óvart í kvöld þegar þeir burstuðu Ystad á útivelli, 30:17. Hálfleikstölurnar voru ótrúlegar, 15:5 fyrir Ricoh, sem þar með var nánast búið að gera út um leikinn.

Tandri Már Konráðsson var í stóru hlutverki hjá Ricoh en hann var markahæsti leikmaður liðsins með 7 mörk. Þar af gerði hann fjögur mörk á fyrstu 12 mínútunum en Ricoh skaut heimamenn í kaf á þeim kafla með því að komast í 6:0 og liðið fékk ekki á sig mark fyrir en á 15. mínútu leiksins!

Þetta er annar sigur Ricoh í fyrstu níu umferðunum en liðið hefur auk þess gert þrjú jafntefli og er í tíunda sæti af fjórtán liðum með 7 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert