Toppliðið fær botnliðið í heimsókn

Leikmenn Aftureldingar hafa svo sannarlega haft ástæðu til að fagna …
Leikmenn Aftureldingar hafa svo sannarlega haft ástæðu til að fagna á tímabilinu. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Þrír leikir fara fram í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld og meðal þeirra liða sem varða í eldlínunni í kvöld er Afturelding úr Mosfellsbæ sem trónir á toppi deildarinnar.

Mosfellingar eru taplausir á toppnum eftir sjö umferðir en þeir eru með þriggja stiga forskot á ÍR-inga. Það forskot getur aukist í kvöld því Afturelding tekur á móti botnliði HK en ÍR á ekki leik fyrr en á laugardaginn þegar það mætir Akureyri.

Leikir kvöldsins eru:

19.30 Afturelding - HK
19.30 Fram - Valur
19.30 Stjarnan - FH

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert