Var kominn á endastöð

Snorri Steinn Guðjónsson í landsleik.
Snorri Steinn Guðjónsson í landsleik. mbl.is/Eva Björk

„Ég kann vel við mig hérna þótt viðbrigðin séu mikil á flestan hátt, en eftir þeim var ég sækjast með því að fara til Frakklands,“ segir handknattleiksmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson sem hefur blómstrað það sem af er leiktíðar með franska liðinu Sélestat. Snorri Steinn er markahæsti leikmaður frönsku A-deildarinnar. Hann er einnig efstur í kjöri á liði útlendra leikmanna fyrir árlegan stjörnuleik franska handboltans sem fer fram undir árslok.

„Ég tók því með opnum huga að flytja með fjölskyldunni til Frakklands eftir að hafa búið í Danmörku og í Þýskalandi í meira en áratug. Komast í umhverfi sem er talsvert frábrugðið og inn í tungumál sem ég kunni ekki orð í. Það er óneitanlega svolítið sérstakt að vera 33 ára gamall og kunna ekki orð í tungumálinu og verða í hringja eftir aðstoð til að leysa jafnvel úr einföldustu atriðum,“ segir Snorri Steinn sem vinnur hörðum höndum í að læra frönskuna.

„Heildarbragurinn á handboltanum er líka talsvert frábrugðinn þeim sem ég á að venjast. Hér eru menn ekki mjög taktískir í sínum leik. En það kom mér svo sem ekkert á óvart heldur. Ég hef ekkert verið að pirra mig á þessum breytingum heldur tekið þeim með opnum huga og notið þess að spila. Segja má að það hafi gengið ótrúlega vel,“ segir Snorri Steinn sem skrifaði undir tveggja ára samning við Sélestat í vor.

Sjá viðtalið í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert