Ásta Birna: Var aldrei öruggt

„Þetta var flottur sigur sem vannst fyrst og fremst á góðri einbeitingu í vörninni og að okkur tókst að ná hraðaupphlaupum," sagði Ásta Birna Gunnarsdóttir, hin reyndi handboltakona í Fram, eftir sigur á Gróttu, 26:23, í uppgjöri efstu liða Olís-deildarinnar á Setjarnarnesi í dag.

„Eftir jafnan fyrri hálfleik þá náðum forystunni sem var mest fjögur mörk í síðari hálfleik. Sigurinn var hinsvegar ekki í höfn fyrr en undir lokin. Þegar spilað er móti flottu liði þá ekkert hægt að bóka fyrr en flautað hefur verið af," sagði Ásta Birna en eftir sigurinn í dag Fram eitt í efsta sæti með fullt hús stiga eftir sex umferðir.

Nánar er rætt við Ástu Birnu á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert