Meistararnir unnu á Ásvöllum

Adam Haukur Baumruk reynir skot gegn ÍBV í dag.
Adam Haukur Baumruk reynir skot gegn ÍBV í dag. mbl.is/Golli

Haukar og Íslandsmeistarar ÍBV mættust í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði kl. 17 í lokaleik 8. umferðar Olís-deildar karla í handknattleik. ÍBV sigraði 26:23 eftir sveiflukenndan leik. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

ÍBV byrjaði leikinn hreint frábærlega og komst í 13:3. Varnarleikur liðsins var mjög öflugur og gengu Eyjamenn vel út á móti Árna Steini og Janusi Daða. Fyrir vikið varð ekkert úr sóknum Hauka en þegar ÍBV opnaðist illa þá varði Kolbeinn nokkur dauðafæri í markinu. Í sókninni voru hornamenn ÍBV mjög öflugir og Einari og Andra Heimi fyrir utan sem röðuðu inn mörkunum á fyrsta korterinu. Haukar náðu áttum og minnkuðu muninn niður í fimm mörk fyrir hlé. 

Í síðari hálfleik byrjuðu Haukarnir vel og taflið snérist við. Varamarkvörður þeirra Grétar Ari Guðjónsson varði þá mjög vel og Haukum tókst að jafna 16:16 með því að skora fyrstu fimm mörkin í síðari hálfleik. Adam lék einnig mjög vel fyrir Hauka í síðari hálfleik. Þrátt fyrir að stemningin virtist vera Haukamegin í síðari hálfleik þá tókst Eyjamönnum engu að síður að verða ofan eftir jafnan leik á lokakaflanum. Þar voru þeir Andri og Einar mjög drjúgir.

ÍBV er tveimur stigum fyrir ofan Hauka í 5. sæti deildarinnar með 9 stig og hefur unnið fjóra af fyrstu átta leikjunum. Haukar hafa einnig tapað þremur leikjum af átta eins og ÍBV en hafa hins vegar gert þrjú jafntefli. 

Andri Heimir Friðriksson með boltann í leiknum í dag en …
Andri Heimir Friðriksson með boltann í leiknum í dag en Adam Haukur Baumruk fylgist með. mbl.is/Golli
Haukar 23:26 ÍBV opna loka
60. mín. Henrik Eidsvåg (ÍBV) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert