Annar leikur bíður í Bar

Aron Kristjánsson
Aron Kristjánsson mbl.is/Eva Björk

„Nú bíður okkar mjög erfiður leikur í Svartfjallalandi á sunnudaginn,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, í samtali við Morgunblaðið í fyrrakvöld eftir sigurinn á ísraelska landsliðinu í fyrstu umferð undankeppni Evrópumeistaramótsins í handknattleik.

Sama kvöld og íslenska landsliðið gjörsigraði Ísraelsmenn í Laugardalshöll þá töpuðu Svartfellingar fyrir Serbum í Belgrad, 25:21 í miklum varnarleik, ef svo má að orði komast því varnarleikurinn var í hávegum hafður þessa kvöldstund í leik grannþjóðanna.

Aron segir að hann reikni með að Svartfellingar leiki 5/1 vörn gegn Íslendingum. Eftir að hafa séð upptöku af viðureign Serba og Svartfellinga fyrrnefnd kvöld er það ekki ósennilegt að mati þess sem hér ritar. Svartfellingar léku 5/1 vörn gegn Serbum og komu langt fram gegn leikstjórnenda serbneska liðsins.

„Eins geta þeir farið út í 6/0 vörn gegn okkur vitandi það að við vorum í erfiðleikum gegn 6/0 vörn Bosníumanna í vor,“ svaraði Aron spurður hvers mætti vænta af svarfellska liðinu í Bar á sunnudaginn.

Nánar er rætt við landsliðsþjálfarann í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert