Býr mun meira í liðinu

Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar.
Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég hef búið á Akureyri drjúgan hluta ævinnar og átt þar mjög farsælan feril sem þjálfari. Mér er mjög hlýtt til þessa félags og langar til að endurgjalda því,“ sagði Atli Hilmarsson sem í gær var ráðinn þjálfari Akureyrar Handboltafélags á nýjan leik. Atli stýrði liðinu síðast tímabilið 2011-2012 og reiknaði þá með því að starfa ekki frekar sem þjálfari. Hann býr ásamt fjölskyldu sinni í Reykjavík og starfar í Landsbankanum, en taugin norður í íþróttahöllina á Akureyri er sterk.

„Það kom til mín beiðni frá félaginu og mér fannst ég þurfa að hjálpa til ef ég gæti. Það er auðveldara fyrir mig en marga aðra, þar sem ég var í þessu starfi fyrir stuttu og þekki allt í kringum það,“ sagði Atli, sem flytur einn norður og stýrir Akureyri út tímabilið.

„Ég er í fullri vinnu í Landsbankanum sem ég fæ að halda áfram á Akureyri. Þetta er sama fyrirkomulag og þegar ég þjálfaði Akureyri síðast, og ég þakka mínum vinnuveitanda fyrir það að fá þennan séns,“ sagði Atli.

Nánar er rætt við Atla í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert