Stórsigur Gróttu í Kaplakrika

Laufey Ásta Guðmundsdóttir t.h. og félagar hennar í Gróttu lögðu …
Laufey Ásta Guðmundsdóttir t.h. og félagar hennar í Gróttu lögðu FH í kvöld. Laufey Ásta skoraði fimm mörk. Eggert Jóhannesson

Grótta vann stórsigur á FH, 24:14, í Olís-deild kvenna í handknattleik í Kaplakrika í kvöld. Með sigrinum komst Grótta upp að hlið Fram með 12 stig í efsta sæti en Fram hefur leikið einum leik færra. 

Segja má að úrslit leiksins í Kaplakrika hafi ráðist í fyrri hálfleik. Þá réði Grótta lögum og lofum á leikvellinum og FH-ingar náðu aðeins að skora fjögur mörk gegn 12 mörkum Gróttukvenna.

FH situr í 10. sæti með þrjú stig af 12 liðum deildarinnar. Sjöundu umferð Olís-deildar lýkur á morgun með fimm leikjum.

Mörk FH: Ingibjörg Pálmadóttir 5, Aníta Mjöll Ægisdóttir 2, Elín Ósk Jóhannsdóttir 2, Steinunn Snorradóttir 2, Arnheiður Guðmundsdóttir 1, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 1, Sara Kristjánsdóttir 1.

Mörk Gróttu: Eva Björk Davíðsdóttir 5, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 5, Guðný Hjaltadóttir 4, Anett Köbli 3, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 3, Arndís María Erlingsdóttir 1, Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir 1, Eva Margrét Kristinsdóttir 1, Lovísa Thompson 1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert