Sýnd veiði en ekki gefin

Vasko Sevaljevic í liði Svartfellinga er harður í horn að …
Vasko Sevaljevic í liði Svartfellinga er harður í horn að taka. mbl.is/afp

Svartfellingar verða næstu mótherjar Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins en þjóðirnar eigast við í Bar í Svartfjallalandi á morgun.

Það eru liðin sjö ár frá því Svartfellingar léku sinn fyrsta landsleik í handknattleik karla en það gerðu þeir ári eftir að þjóðin hlaut sjálfstæði en Svartfjallaland var hluti af gömlu Júgóslavíu og skildi sig frá Serbíu árið 2006.

Svartfellingar unnu Finna í sínum fyrsta landsleik í janúarbyrjun árið 2007 en rík handboltahefð hefur verið í Balkanlöndunum sem hefur alið af sér marga frábæra handboltamenn.

Svartfellingum hefur þrívegis tekist að vinna sér sæti í úrslitakeppni á stórmóti. Þeir voru með í úrslitakeppni Evrópumótsins í Noregi árið 2008 þar sem þeir höfnuðu í þriðja sæti í sínum riðli. Þeir gerðu jafntefli við Rússa í sínum fyrsta leik en töpuðu fyrir Dönum og Norðmönnum. Svartfellingar töpuðu öllum þremur leikjum sínum í milliriðlinum og enduðu í 12. sæti af 16 liðum, sætinu á eftir Íslendingum.

Sjá fréttaskýringu um viðureign Íslendinga og Svartfellinga í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins sem út kom í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert