Einar: Með stórt hjarta

Eina Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar sagði við mbl.is eftir sigurinn á ÍBV, 24:23, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld að hann  væri rosalega sáttur með sigurinn, sérstaklega í ljósi þess að liðið hefði ekki náð sér á strik stóran hluta leiksins.

Einar sagði að það hefði ekki verið fyrr en á síðustu fimmtán mínútunum sem liðið hafi náð að spila vel. Hann kvaðst ekki gera sér ennþá grein fyrir því hvað hefði  gert útslagið, leikurinn hefði verið skrýtinn, en sagði að sínir menn hefðu sýnt að þeir væru með stórt hjarta og knúð fram sigur gegn frábæru liði.

Viðtalið í heild má sjá í myndskeiðinu hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert