ÍR ekki í vandræðum með botnliðið

Sturla Ásgeirsson skoraði 7 mörk fyrir ÍR í kvöld.
Sturla Ásgeirsson skoraði 7 mörk fyrir ÍR í kvöld. mbl.is/Golli

ÍR er ásamt Val og FH í 2.-4. sæti Olís-deildar karla í handknattleik eftir þrælöruggan sigur á botnliði Fram í kvöld, 27:18.

ÍR-ingar höfðu yfirhöndina frá upphafi í Safamýri í kvöld og en Fram skoraði aðeins sjö mörk í fyrri hálfleik og staðan að honum loknum var 13:7.

Fram náði að minnka muninn í þrjú mörk snemma í seinni hálfleik en komst ekki nær og ÍR fagnaði níu marka sigri.

Sturla Ásgeirsson var markahæstur hjá ÍR með 7 mörk, þar af fjögur úr vítum, og Jón Heiðar Gunnarsson skoraði 5. Hjá Fram var Stefán Baldvin Stefánsson markahæstur með 6 mörk.

Framarar eru neðstir ásamt HK með aðeins 4 stig eftir 12 leiki. ÍR er með 16 stig líkt og Valur og FH en Valur og HK mætast á laugardag þegar 12. umferðinni lýkur.

Mörk Fram: Stefán Baldvin Stefánsson 6, Ólafur Jóhann Magnússon 3, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Ragnar Þór Kjartansson 2, Garðar B. Sigurjónsson 2, Arnar Freyr Ársælsson 1, Sigurður Örn Þorsteinsson 1, Kristinn Björgúlfsson 1.

Mörk ÍR: Sturla Ásgeirsson 7, Jón Heiðar Gunnarsson 5, Björgvin Hólmgeirsson 4, Arnar Birkir Hálfdánsson 4, Davíð Georgsson 2, Brynjar Steinarsson 2, Aron Ægisson 2, Bjarni Fritzon 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert